Sparnaður

VÍB býður viðskiptavinum sínum fjölbreytt úrval sparnaðarkosta við allra hæfi.

Við hvetjum þig til að gefa þér tíma til að skoða hvað hentar þér.

Kynntu þér nánar vöruúrval VÍB.

Ríkisskuldabréf

Ríkisskuldabréf eru vinsæll kostur þegar litið er til öryggis í fjárfestingum. Þau bjóða auk þess möguleika á verðtryggingu án bindingar. Hjá VÍB er að finna fjölbreytt úrval ríkisskuldabréfasjóða sem henta sparifjáreigendum með ólíkar þarfir.

Reglulegur sparnaður

Það er einfalt og þægilegt að spara sjálfvirkt. Reglulegur sparnaður er frábær leið til að byggja upp sparnað, þú velur þér áskriftarleið og gengur svo frá sparnaðnum í Netbanka Íslandsbanka eða með því að hringja í ráðgjafa VÍB í síma 440-4900.

Eignastýringarsjóðir

Eignastýringarsjóðir er ný tegund sparnaðar með virkri stýringu sem til þessa hefur eingöngu verið í boði fyrir stærri fjárfesta. Sparnaðurinn er í umsjá sérfræðinga sem aðlaga fjárfestinguna að þeim breytingum sem verða á markaði.

Hlutabréf

Tveir innlendir hlutabréfasjóðir eru í boði hjá VÍB, Úrvalsvísitala - Sjóður 6 og Hlutabréfasjóðurinn.

Almennur fyrirvari
Fjárfestingum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðla. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Athygli skal vakin á að áhætta af fjárfestingu eykst samfara fjármögnun fjárfestingarinnar með lánsfé.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Á meðan reglur Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál heimila ekki fjárfestingar í fjármálagerningum í erlendri mynt geta fjárfestar eingöngu fjárfest í fjármálagerningum í erlendri mynt ef um endurfjárfestingu er að ræða, sjá nánar í reglum um gjaldeyrismál á vef Seðlabanka Íslands.

Skattlagning
Um skattlagningu hagnaðar af fjármálagerningum gilda lög um tekjuskatt nr. 90/2003, lög um fjármagnstekjuskatt nr. 94/1996 ásamt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987. Frekari skattlagning getur þó komið til. Vakin skal athygli á því að skattameðferðin ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif þess að fjárfesta í fjármálagerningum.

Shortcuts

Search