Markaðir

15 mín seinkuð gögn
Hitakort hlutabréfa (verð)
Hitakort skuldabréfa (krafa)
Vísitölur

Vísitölur

15 mín seinkuð gögn

Gjaldmiðlar

Fréttir

27.08.2015 11:17

Mesta verðbólga í ár

Verðbólga mælist nú 2,2% hér á landi og hefur hún ekki verið meiri í heilt ár, eða síðan í ágúst í fyrra. Engu að síður mælist verðbólga enn undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans, líkt og hún hefur gert samfleytt undanfarna 19 mánuði. Horfur eru á stíganda í árstakti verðbólgunnar á næstu mánuðum, og er útlit fyrir að verðbólgan verði komin vel yfir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans fyrir árslok.

19.08.2015 11:24

Hækkun stýrivaxta í takti við spár

Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka vexti Seðlabankans í dag um 0,5 prósentur er í takti við okkar spá og annarra sem spá opinberlega fyrir um stýrivexti hér á landi. Rökin fyrir hækkuninni eru að verðbólguhorfur hafa versnað m.v. síðustu spá Seðlabankans sem birt var í maí sl., sem rekja má til meiri launahækkana en gert var ráð fyrir í þeirri spá. Þá gerir bankinn ráð fyrir vaxandi framleiðsluspennu á næstu misserum. Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, eru nú 5% og hafa hækkað um prósentu frá júníbyrjun.

14.08.2015 08:51

Spáum 0,5% hækkun neysluverðs í ágúst

Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,5% í ágúst frá júlímánuði.

12.08.2015 11:20

Spáum 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta 19. ágúst nk.

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum 19. ágúst nk. Mun nefndin að okkar mati rökstyðja hækkunina með verri verðbólguhorfum, miklum innlendum launahækkunum og vaxandi spennu í efnahagslífinu.

07.08.2015 10:40

Seðlabankinn setur met í gjaldeyriskaupum í júlí

Gjaldeyriskaup Seðlabankans í júlí voru þau mestu í einum mánuði frá upphafi. Alls keypti bankinn 265 m. evra á millibankamarkaði með gjaldeyri í síðasta mánuði, og var hlutdeild hans í heildarveltunni á gjaldeyrismarkaði ríflega 61%.

23.07.2015 12:18

Vaxandi verðbólga

Verðbólga í júlí mældist 1,9% og er þar með enn undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans, líkt og hún hefur verið samfleytt í hálft annað ár.

14.07.2015 11:39

Mikill vöxtur í kortatölum

Kortavelta íslenskra heimila tók verulegan kipp upp á við í júní sl. eftir lítilsháttar bakslag mánuðinn á undan.

14.07.2015 11:38

Velta erlendra korta í júní á pari við metveltu

Líkt og við mátti búast var mikill vöxtur í kortaveltu útlendinga hér á landi í júní, og var enn eitt metið slegið í þeim efnum.

10.07.2015 09:47

Spáum 0,1% hækkun neysluverðs í júlí

Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,1% í júlí frá júnímánuði. Ef spáin gengur eftir eykst verðbólga úr 1,5% í 1,8%.

06.07.2015 10:10

Júní metmánuður í gjaldeyriskaupum Seðlabankans

Mikið gjaldeyrisinnflæði, m.a. vegna mikils vaxtar ferðaþjónustunnar og bata í viðskiptakjörum, hefur gert Seðlabankanum kleyft að auka verulega forðasöfnun sína í gjaldeyri undanfarna ársfjórðunga.

Shortcuts

Search