Launagreiðendur

Framtíðarauður VÍB tekur á móti viðbótarlífeyrissparnaði og öðrum séreignargreiðslum viðskiptavina. Framtíðarauður VÍB er löggiltur vörsluaðili en ekki samtryggingarsjóður og getur því eingöngu tekið á móti séreignarsparnaði.

Mikilvægt er að vinnuveitendur sendi inn skilagreinar sem fyrst til þess að vörsluaðili geti aðgreint innborguð iðgjöld og að rétthafi njóti réttrar ávöxtunar af sparnaðinum sem fyrst. 

Ef launþegar óska eftir að greiða 2-4% af launum í séreignarsparnað er launagreiðendum skylt að taka 2-4% af launum viðkomandi launþega og skila til viðurkenndra vörsluaðila ásamt 2% mótframlagi launagreiðanda samkvæmt flestum kjarasamningum. Kjarasamningar geta þó kveðið á um auknar séreignargreiðslur til handa launþegum og er launagreiðendum bent á að kynna sér viðeigandi kjarasamninga vel.

Atvinnurekendur hafa einnig heimild samkvæmt 5. m.gr. 28. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 til þess að greiða, til viðbótar við umsamda kjarasamninga, 2.000.000 kr. í lífeyrissparnað til launþega án þess að launþegar greiði tekjuskatt af greiðslunni við innborgun, þó að hefðbundnar skattareglur gilda við úttekt eins og með annan lífeyrissparnað.

Framtíðarauður VÍB kappkostar að veita launagreiðendum góða þjónustu og fjölbreytta valmöguleika við skil á skilagreinum og iðgjaldagreiðslum.

Nánari upplýsingar um greiðslu iðgjalda


Shortcuts

Search