Fræðsla og fróðleikur um fjármál 

Fjármálafræðsla og fjármálalæsi eru okkur mjög hugleikin. Við lítum svo á að með því að fræða viðskiptavini um fjármál eru þeir betur í stakk búnir að taka upplýsta ákvörðun þegar kemur að sparnaði og fjárfestingum.

Hjá okkur vinnur fólk sem hefur áralanga reynslu af fjármálamörkuðum og hefur mikla þekkingu til að miðla.

Með fjölbreytilegri, áhugaverðri og aðgengilegri fræðslu leggjum við okkar af mörkum við að auka þekkingu fjárfesta og sparifjáreigenda.

Póstlisti VÍB

Sjónvarp VÍB

Í Sjónvarpi VÍB geturðu horft á upptökur frá námskeiðum og fyrirlestrum auk fjölda annarra myndbanda.

Næstu fræðslufundir

Bókakvöld VÍB - This time is different

Hvaða lærdóm drögum við af fjármálakrísum? Endurtökum við sömu mistökin og teljum við okkur trú um að nú hljóti tímar að vera allt aðrir og betri?
8. desember 2015 kl. 17:00

Fjármál Star Wars

Hvernig gerði frábær samningur árið 1973 George Lucas að einum auðugasta manni Hollywood? Mögnuð fjármálasaga Star Wars verður rakin á skemmtilegum fræðslufundi VÍB.
15. desember 2015 kl. 17:00

Hrávörumarkaðurinn

Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingastjóri hjá VÍB, ræðir um viðskipti með hrávörur á alþjóðlegum mörkuðum.
12. janúar 2016 kl. 17:00

Verum vinir á Facebook 

Fyrirvari vegna fræðsluefnis

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandsbanki ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.