Einkabankaþjónusta

Einkabankaþjónusta VÍB er víðtæk fjármálaþjónusta sniðin að þörfum einstaklinga sem eiga umtalsvert sparifé (yfir 15 m.kr.) og vilja njóta sérfræðiaðstoðar við ávöxtun fjármuna sinna. Lögð er áhersla á afburðaþjónustu, fagleg vinnubrögð og langtímaárangur.

Ráðgjöf Einkabankaþjónustu VÍB miðast við aðstæður viðskiptavinarins og þjónustustigið er ákveðið í samráði við hann. Boðið er upp á tvær leiðir, annars vegar eignastýringu og hins vegar fjárfestingarráðgjöf.

Helstu kostir:

  • Þú færð þinn eigin viðskiptastjóra
  • Rík áhersla á persónuleg tengsl og góða upplýsingagjöf
  • Bestu kjör og fríðindi sem Íslandsbanki býður
  • Greining á mögulegum tækifærum á fjármálamörkuðum
  • Ýmis fjármálaumsýsla, svo sem skattamál, lífeyrismál og áhættustýring
  • Fréttabréf Einkabankaþjónustunnar
  • Aðgangur að fjölbreyttu úrvali innlendra og erlendra verðbréfa

Fullur trúnaður um viðskipti. Aðeins starfsmenn VÍB hafa aðgang að eignasafni viðskiptavinar.

Eignastýring

Eignastýring hentar viðskiptavinum sem vilja að sérfræðingar stýri verðbréfasafni þeirra samkvæmt fyrirfram ákveðinni fjárfestingarstefnu.

Fjárfestingarráðgjöf

Fjárfestingarráðgjöf hentar viðskiptavinum sem hafa mikla þekkingu á fjármálamörkuðum og vilja taka virkan þátt í fjárfestingarákvörðunum.

Shortcuts

Search